Við tókum að okkur skemmtilegt og krefjandi verkefni þar sem við settum upp 76 metra af RGBW LED borða í álprófílum undir þakskyggni á einbýlishúsi. Lýsingin var hönnuð þannig að hver hlið hússins er sjálfstætt stýranleg með WiFi stýringum, sem gefur fjölbreytta möguleika á litastillingum og birtustigi.
Verkið var unnið að vetri til, í mínus 7 gráðum, sem gerði uppsetninguna krefjandi. Þrátt fyrir kuldann tókst að koma öllum LED borðum fullkomlega fyrir og tryggja áreiðanlega tengingu og stýringu. Útkoman er glæsileg og veitir bæði skemmtilega stemningu og aukna birtu á húsinu.
Á myndunum má sjá ferlið og lokaútkomuna með flottum litabreytilegum áhrifum sem gefa húsinu einstakt útlit.
Veitum faglega og góða ráðgjöf!