Við sáum um alla rafmagnsvinnu við að færa afgreiðslu Ferrozink úr gámi yfir í nýtt, glæsilegt rými. Unnið var frá grunni og allt rafkerfi sett upp með áherslu á öryggi, skilvirkni og góða lýsingu. Við settum upp RGB-CCT LED borða undir afgreiðsluborðið sem gefur rýminu skemmtilega stemningu, auk þess sem almenn lýsing í rýminu er stýrt með Plejd kerfi fyrir þægilega og tímastillta stýringu.
Á meðfylgjandi myndum má sjá breytinguna og vinnuna sem var lögð í verkefnið.
Veitum faglega og góða ráðgjöf!