Við sérhæfum okkur í hönnun, uppsetningu og viðhaldi á öryggiskerfum fyrir heimili, fyrirtæki og iðnaðarhúsnæði. Við veitum öruggar og áreiðanlegar lausnir sem einfalda lífið með t.d snjallmyndavélum, aðgangsstýringum og viðvörunarkerfum sem henta hverju rými.
Við setjum upp myndavélakerfi, aðgangsstýringar og öryggiskerfi sem veita fullkomna yfirsýn og stjórn yfir eignina þína. Við tryggjum faglega uppsetningu og notum aðeins hágæða búnað sem skilar skýrum myndum og áreiðanlegri virkni, bæði innan og utandyra.
Við höfum unnið með fjölbreyttum viðskiptavinum, allt frá heimilum til stórra fyrirtækja og sérlausna fyrir iðnaðarhúsnæði. Hvert kerfi er sérsniðið að þínum þörfum, hvort sem það er einfalt eftirlit eða full útbúið snjallöryggiskerfi.
Við veitum faglega ráðgjöf og hönnun á öryggiskerfum sem tryggja hámarks öryggi og þægindi. Við greinum þínar þarfir og mælum með réttu lausnunum, hvort sem um er að ræða myndavélar, hreyfiskynjara, raflæsingar eða samþættingu við aðrar tæknilausnir.
Hvort sem þú þarft einfalt eftirlitskerfi eða flókna öryggislausn, tryggjum við að hún sé hönnuð með öryggi, virkni og framtíðarþörfum í huga. Láttu fagmenn sjá um málið!
Reyndir og vottaðir rafvirkjar sem þú getur treyst.
Við stöndum við tímaramma og skilum vinnu okkar á réttum tíma.
Okkar sérfræðingar hafa margra ára reynslu í faginu.
Við notumst við nútíma lausnir í öllum okkar verkefnum.
Við sérsníðum lausnir eftir þörfum viðskiptavinarins.
Við vinnum samkvæmt öryggisstöðlum í öllum verkefnum.
Við metum þínar þarfir og áætlum kostnaðinn á verkefninu þínu, getum einnig gefið skuldbingarlaust tilboð.
Við finnum hentugan tíma og ákveðum hvenær og hvernig við framkvæmum verkið.
Að verki loknu förum við yfir allar framkvæmdir, tryggjum að þær uppfylli gildandi staðla og pössum að við skilum verkefninu vel frá okkur.
Við erum tilbúin til að aðstoða þig strax