Snjalllausnir sem bæta þægindi, orkusparnað og fulla stjórn á rafkerfum heimila og fyrirtækja. Við sérhæfum okkur í uppsetningu og samþættingu á KNX, DALI, Plejd og Zigbee kerfum og tryggjum notendavæn og áreiðanleg lausn fyrir hverja aðstöðu.
Við setjum upp hússtjórnarkerfi sem veita þér fullkomna stjórn á lýsingu, hita, gluggum o.fl, hvort sem það er í heimahúsum, fjölbýli eða stærri byggingum. Með háþróuðum lausnum frá KNX, DALI, Plejd og Zigbee tryggjum við að stýringin sé einföld, sveigjanleg og orkusparandi.
Við bjóðum upp á:
✔ KNX hússtjórnarkerfi – Öflugt og staðlað stjórnkerfi sem veitir fullkomna sjálfvirkni og samþættingu á öllum kerfum. Við erum með KNX vottun, sem tryggir að við höfum sérþekkingu í hönnun og uppsetningu KNX kerfa samkvæmt ströngustu stöðlum.
✔ DALI lýsingarstýringar – Nákvæm stýring á lýsingu með dimmingu og sjálfvirkum stillingum fyrir orkunýtingu og þægindi.
✔ Plejd snjallstýringar – Einfalt og þráðlaust kerfi sem auðvelt er að bæta við eldri rafkerfi, frábært fyrir heimili og minni fyrirtæki.
✔ Zigbee snjallheimilislausnir – Þráðlaus stjórnun fyrir lýsingu, hitastýringu og aðrar snjalllausnir, með möguleika á tengingu við önnur snjalltæki.
Við veitum faglega ráðgjöf og sérsniðnar lausnir fyrir hússtjórnarkerfi, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Með KNX vottun og sérþekkingu á DALI, Plejd og Zigbee, hjálpum við þér að velja og innleiða rétta tækni fyrir þínar þarfir. Hvort sem þú vilt sjálfvirka ljósastýringu, hitastýringu eða heildstæða snjalllausn, sérhæfum við okkur í að tryggja notendavæna, örugga og framtíðarvæna stjórnkerfi.
Reyndir og vottaðir rafvirkjar sem þú getur treyst.
Við stöndum við tímaramma og skilum vinnu okkar á réttum tíma.
Okkar sérfræðingar hafa margra ára reynslu í faginu.
Við notumst við nútíma lausnir í öllum okkar verkefnum.
Við sérsníðum lausnir eftir þörfum viðskiptavinarins.
Við vinnum samkvæmt öryggisstöðlum í öllum verkefnum.
Við metum þínar þarfir og áætlum kostnaðinn á verkefninu þínu, getum einnig gefið skuldbingarlaust tilboð.
Við finnum hentugan tíma og ákveðum hvenær og hvernig við framkvæmum verkið.
Að verki loknu förum við yfir allar framkvæmdir, tryggjum að þær uppfylli gildandi staðla og pössum að við skilum verkefninu vel frá okkur.
Við erum tilbúin til að aðstoða þig strax